Ef þú telur að þú hafir upplifað aukaverkun eða óvænt viðbrögð eftir að taka lyf, þ.m.t. lausasölulyf eða lækningatæki mælum við með að þú hafir samband við lækni eða lyfjafræðing eins fljótt og auðið er.
Til að gera okkur kleift að hafa eftirlit með öryggi lyfja okkar getur þú tilkynnt um aukaverkun með því að hringja í síma 550-3300 eða sent okkur upplýsingar með tölvupósti á lyfjagat@teva.is.
Hægt er að finna fylgiseðla allra markaðssettra lyfja á Íslandi á heimasíðu Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is. Vinsamlegast hafðu samband við sölu- og markaðssvið okkar í síma - 550-3300 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið teva@teva.is ef frekari upplýsinga er þörf.
Það getur verið að það séu upplýsingar í fylgiseðli sem fylgir lyfinu sem segir þér hvað þú getur tekið og hvað þú getur ekki tekið með lyfinu. Ef þú ert ennþá óviss mælum við með að þú talir við lækninn sem ávísaði þér lyfinu eða athugir það hjá lyfjafræðingi.
Það getur verið að það séu upplýsingar í fylgiseðlinum sem fylgir lyfinu sem segir þér hvað þú getur tekið og hvað þú getur ekki tekið með lyfinu. Ef þú ert ennþá óviss, mælum við með að þú talir við lækninn sem ávísaði þér lyfinu eða athugir það hjá lyfjafræðingi.
Aldrei gefa annarri manneskju lyf sem skrifað hefur verið upp á fyrir þig. Það getur gert þeim illt jafnvel þó sjúkdómseinkenni þeirra séu þau sömu og þín.
Öruggasta leiðin til að farga lyfjum, sem ekki er þörf á, er að fara með þau í apótek og óska eftir að lyfjunum sé fargað. Ekki henda lyfjum í fráveitu eða heimilissorp.
Lyfseðilskyld lyf er aðeins hægt að fá frá apóteki gegn lyfseðil undirrituðum af lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni með slík réttindi.
Lausasölulyf eru seld án lyfseðils en oft á ábyrgð lyfjafræðings. Hinsvegar geta verið takmörk fyrir því hversu mikið þú getur keypt en það fer eftir hvaða lyf um ræðir.
Athugaðu stöðuna hjá lyfjafræðingi í apóteki áður en kemur að næstu ávísun. Ef það er vandamál að nálgast hefðbundin lyf þín, skaltu hafa samband við lækninn sem ávísaði þér lyfinu eða lyfjafræðing í apóteki og fá upplýsingar um hvort hægt sé að nálgast lyfið á annan hátt eða skipta um meðferð.
Ef þú skilur ekki upplýsingarnar sem þér voru gefnar eða skriflegu leiðbeiningarnar á pakkningunni eru óskýrar, skaltu biðja lyfjafræðinginn um að útskýra aftur. Þú getur meira að segja beðið hann um að skrifa upplýsingarnar á blað. Ekki hafa áhyggjur af því að spyrja aftur, það er mikilvægt fyrir heilsu þína að taka lyfin á réttan hátt.
Ef þú ert að taka ný lyf mælum við með því að þú talir við heilbrigðisstarfsmann (hjúkrunarfræðing, lækni eða lyfjafræðing) eins fljótt og auðið er varðandi væntanlega útkomu af ávísaða lyfinu.
Þú ættir einnig að tilkynna óvirkni lyfsins með því að senda upplýsingar á viðeigandi tengilið sem sér um aukaverkanir. Ef um er að ræða lyf frá Teva skal hringja í síma 550-3300 eða senda tölvupóst á lyfjagat@teva.is.