Teva hefur tekið í notkun lítil strikamerki sem munu hafa mikil áhrif á heilsu sjúklinga.
Sala á fölsuðum lyfjum er talin vera stærsti svarti markaður heimsins, þar sem milljarðar dollara rata í hendur skipulagðra glæpahópa ár hvert 01
Fölsuð lyf leiða þúsundir manna um allan heim til dauða á hverju ári og enn fleiri til fötlunar eða alvarlegra heilsufarsvandamála eftir að hafa tekið lyf sem eru menguð eða útrunnin. 02
Til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn fölsuðum lyfjum, hefur Teva tekið í notkun nýtt tvívítt strikamerki sem hjálpar til við að útrýma þessari hættulegu ógn. Fyrir rúmlega $100 milljónir hefur Teva hannað raðgreiningartækni til að tryggja áreiðanleika lyfja, róa birgja og notendur og koma í veg fyrir að ólöglegur ágóði rati í hendur glæpamanna.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að tekjur af fölsuðum lyfjum séu u.þ.b. $200 milljarðar eða því sem nemur um það bil 10 - 15 prósent af lyfjaviðskiptum á heimsvísu 03. Þau eru seld á svörtum markaði, á netinu og í sumum tilfellum hefur fölsuðum lyfjum verið ávísað til sjúklinga sem lyfseðilskyldum lyfjum.
Þar sem notkun þessara lyfja eykst árlega, hefur Teva gert fölsun lyfja sinna erfiðari með því að setja tvívítt strikamerki með viðeigandi alþjóðlegu raðnúmeri á 326 pökkunarlínur. Galit Meyran, sem leitt hefur verkefnið hjá Teva, hefur síðan 2015 skipulagt hvernig best sé að útfæra nýju strikamerkin.
Meyran álítur að tvívíða strikamerkið muni auka traust sjúklinga á lyfjunum sem þeir eru að taka. „Við erum að tala um lítið strikamerki sem hefur mikil áhrif á heilsu sjúklinga og tryggir vörumerki okkar. Sjúklingurinn getur fullvissað sig um að hann hafi ósvikna vöru í höndunum og að ekki sé verið að selja honum falsað lyf.“
Lyfjaiðnaðurinn hefur lengi lagt áherslu á rekjanleika í baráttu sinni gegn fölsun en það hefur ekki komið í veg fyrir að glæpamenn framleiði og selji fölsuð lyf. Falsarar hafa hermt eftir mörgum ólíkum tegundum lyfja frá eyðnilyfjum til malaríulyfja en um það bil 1 af 10 lyfjum í fátækari löndum eru fölsuð eða af lélegum gæðum að sögn WHO 04.
Meyran, sem hefur starfað með hundruðum starfsmanna Teva á 38 starfsstöðvum til að koma verkefninu á koppinn, bætti við: „Hjá Teva látum við okkur ekki nægja að framleiða vöruna og koma henni á markað. Við gerum allar mögulegar ráðstafanir til að tryggja að sjúklingar og lyfjafræðingar geti verið viss um að lyfið sem þeir hafa undir höndum sé raunverulegt Teva lyf.“
Á undanförnum árum hefur Teva unnið með stjórnvöldum og tollayfirvöldum um allan heim til að reyna að stöðva framboð falsaðra lyfja. Árið 2013 hjálpaði Teva við að koma upp um háþróaða fölsunarverksmiðju eftir að sjúklingur í Þýskalandi kom auga á stafsetningarvillu á lyfjapakka og hafði samband við fyrirtækið. Til að bregðast við keypti Teva lítið magn af meintu lyfi til að gera tilraunir á eigin rannsóknarstofu og uppgötvaði að þrátt fyrir að lyfið reyndist innihalda alvöru lyfjaefni var það ekki framleitt af þeim þó það stæði á lyfinu.
Til að berjast gegn aukinni hættu á fölsuðum lyfjum og svara hertum reglum mun Teva breyta pakkningum milljarða taflna og hylkja sem framleidd eru á hverju ári til að geta komið nýja strikamerkinu á pakkana. Þetta er fyrsta verkefnið innan Teva sem hefur verið unnið innan svo margra deilda, bæði með alþjóða- og innanlandsteymum um allan heim.
Meyran, sem er fyrrverandi upplýsingatæknifulltrúi á áhættusviði og hefur unnið fyrir Teva í sex ár, bætti við að verkefnið væri niðurstaða margra ára samvinnu á milli margra deilda. „Verkefnið krafðist mjög alþjóðlegrar teymisvinnu, það tók til umbúðahönnunar, innkaupa, framleiðslu- og pökkunar og margra alþjóðastjórnenda,“ bætti hún við.
„Þetta er stórt verkefni fyrir fyrirtækið sem mun taka til allra þátta viðskipta okkar. Það er mikið afrek að svona margar deildir komi saman til að deila kunnáttu sinni.
„Eins og í hljómsveit, þar sem allir tónlistarmenn þurfa að vinna saman á mjög nákvæman hátt til að tónlistin hljómi vel,“ bætti hún við. „Þetta hefur verið krefjandi en ég er stolt af teyminu sem kom þessu á fótinn.“
Sögulega séð hefur notkun falsaðra lyfja ekki verið algeng í iðnvæddu löndunum t.d. Bandaríkjunum eða Vestur-Evrópu, en þar sem margir neytendur nota nú veraldarvefinn til að kaupa ódýr lyf, hefur orðið aukning á fölsuðum lyfjum á heimsvísu. WHO telur að í Afríku, og á sumum stöðum í Asíu og Rómönsku Ameríku sé hlutfall falsaðra lyfja allt að 20-30 prósent af markaðnum 05. Sala falsaðra lyfja hefur oft neikvæð áhrif á þá sem búa í þriðja heiminum en þessi lyf hafa einnig fundist á mörkuðum sem eru undir ströngu eftirliti í Bandaríkjunum og Evrópu.
Til að berjast gegn þeim mikla skaða sem fölsk lyf valda hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) og Evrópusambandið (EU) kynnt áætlanir til að tryggja að hver innsiglanleg eining sé með raðnúmeri.