AMR Action Fund (Framkvæmdasjóður vegna sýklalyfjaónæmis): Öflugasta vopnið er að endurvekja trú á heilbrigðisþjónustunni

Getty Images / Raycat

Sýklalyf geta bjargað mannslífum. En þar með er ekki öll sagan sögð.

Sýklalyf hafa oft verið talin öflugasta vopn heilbrigðisþjónustunnar. Að þeim stafar nú alvarleg ógn af sýklalyfjaónæmi (antimicrobial resistance (AMR)). Ofurbakteríur, bakteríustofnar sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, verða nú til hraðar en ný sýklalyf 01. Sýkingar af völdum lyfjaónæmra baktería heimta að minnsta kosti 700.000 mannslíf á hverju ári á heimsvísu. Sá fjöldi gæti aukist í 10 milljónir fyrir árið 2050 ef ekkert er að gert 02.

Þrátt fyrir bráða þörf fyrir sýklalyf er fjármögnun til þróunar þeirra takmörkuð. Það getur verið erfitt fyrir þá sem þróa lyfin að fá fjárfestinguna til baka vegna þess að sýklalyf eru oft notuð sparlega til að viðhalda verkun þeirra. Án áframhaldandi rannsókna og þróunar gæti okkur vantað virk sýklalyf þegar við þurfum á þeim að halda. Þetta virðist vera vonlaus pattstaða, sérstaklega vegna þess að við erum í auknum mæli að gera okkur grein fyrir hættunni sem felst í heilsufarsvandamálum sem okkur skortir meðferð við.

Engu að síður er ný von um þróun sýklalyfja. Teva ásamt yfir 20 öðrum lyfjafyrirtækjum er að setja á laggirnar svokallaðan AMR Action Fund, sjóð sem stefnir að því að koma með tvö til fjögur ný sýklalyf fyrir sjúklinga fyrir árið 2030. Sjóðurinn mun fjárfesta fyrir einn milljarð Bandaríkjadala og veita sérþekkingu til hjálpar við að koma sýklalyfjum í gegnum þróunarferlið. Hann mun veita smærri líftæknifyrirtækjum stuðning við þróun sýklalyfja til að takast á við brýnustu lýðheilsuþarfir og starfa saman að því að hvetja ríkisstjórnir til að gera sjálfbæra sýklalyfjalínu mögulega.

Hlaða niður ábendingum og leiðbeiningum um rétta notkun sýklalyfja 

Við vitum að rödd okkar, eins stærsta sýklalyfjaframleiðanda heims, er mikilvæg í átakinu gegn sýklalyfjaónæmi. Ástæðan er eftirfarandi:

Við vinnum  að vitundarvakningu. Teva þróar efni og aðferðir til þess að auka vitund um sýklalyfjanotkun og hvetja til viðeigandi notkunar.

Við vinnum saman. Við erum í stjórn AMR Industry Alliance sem færir saman yfir 100 líftækni-, greiningar-, samheitalyfja- og rannsóknatengd lyfjafyrirtæki til þess að flýta fyrir framförum. Teva er að hjálpa til við að þróa og endurbæta Common svokallað Manufacturing Framework (almennar framleiðsluleiðbeiningar) fyrir AMR Industry Alliance. Við gáfum einnig út skýrslu um stöðu okkar gagnvart sýklalyfjaónæmi, sem fjallar um skuldbindingu okkar, nálgun og markmið.

Við stuðlum að auknu aðgengi. Teva hefur þróað meira en 35 samheitasýklalyf og samheitasveppalyf og þar af eru yfir 20 lyf gegn sýkingarvöldum sem eru á forgangslista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (World Health Organization). Við erum einnig að vinna með samstarfsaðilum til að tryggja að nauðsynleg sýkla- og sveppalyf komist til sjúklinganna sem þarfnast þeirra.

Teva bætti sig um 37% samkvæmt „Access to Medicine Foundation 2020 AMR benchmark“ (viðmiði um árangur gegn sýklalyfjaónæmi) sem er eini óháði samanburðurinn á viðleitni lyfjafyrirtækja til þess að ná tökum á sýklalyfjaónæmi. Framlag okkar, Appropriate Access & Stewardship, um að forðast að nota sölufulltrúa, til að draga úr ofsölu var viðurkennt sem viðmið fyrir góða viðskiptahætti.

Við vitum að sýklalyfjaónæmi er viðvarandi áskorun—og við munum áfram kappkosta að finna lausnir. Rétti tíminn er núna: við getum náð tökum á þessu neyðarástandi og við getum hjálpað til við að bjarga mannslífum.

Lesa meira um viðleitni Teva til þess að takast á við hættu af völdum sýklalyfjaónæmis á heimsvísu > 

Lesa um stöðu Teva Staðan á sýklalyfjaónæmi og skuldbindingu til að finna heimstækar lausnir.


  1. Back to contents.

    Harvard University, 2014. The Arms Race Between Germs and Medicine: How Superbugs Have Taken the Lead, and How Humans Can Take It Back. Fáanlegt: http://sitn.hms.harvard.edu/flash/special-edition-on-infectious-disease/2014/the-arms-race-between-germs-and-medicine-how-superbugs-have-taken-the-lead-and-how-humans-can-take-it-back/ (sótt í júlí 2020).

  2. Back to contents.

    World Health Organization (WHO), 2019. No time to wait: Securing the future from drug-resistant infections. Report to the Secretary-General of the United Nations. Fáanlegt: https://www.who.int/antimicrobial-resistance/interagency-coordination-group/IACG_final_report_EN.pdf?ua=1 (sótt í júlí 2020).